Fjárfesting á besta tíma Sveinn Fr. Sveinsson skrifar 31. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar