Hvorki málþóf Miðflokksmanna né klæðaburður Pírata sem veldur vantrausti á Alþingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:37 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“ Alþingi Píratar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“
Alþingi Píratar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira