Sport

Tap fyrir San Marínó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa
Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa mynd/ísí
Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði sínum öðrum leik á Smáþjóðaleikunum í Svartjallalandi í dag.

Ísland tapaði fyrir heimamönnum í gær en mætti liði San Marínó í dag.

Liðin skiptust á stigum í upphafi fyrstu hrinu en smá saman gáfu íslensku strákarnir í og komust í 11-7. Hrinunni lauk 25-21 fyrir Íslandi.

Það var hins vegar San Marínó sem náði forystunni í annari hrinu og vann hana örugglega 25-19. Íslenska liðið byrjaði þriðju hrinu illa og tapaði henni 25-21.

Fjórða hrinan fór einnig illa af stað hjá íslenska liðinu sem endaði á að tapa henni 25-20 og þar með leiknum 3-1.

Stigahæstir í íslenska liðinu voru Theódór Óskar Þorvaldsson með 15 stig og Ævar Freyr Birgisson með 13.

Íslenska liðið mætir Lúxemborg á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×