Dr. Viðar kemur inn í þjálfarateymið: „Vil hjálpa liðinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 15:13 Viðar á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12