„Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2019 10:56 Magga Stína gerði grein fyrir kröfum leigjenda og miðlaði af eigin reynslu. Vísir/vilhelm Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína. Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46