Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2019 11:00 Þjálfarar liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hafa flestir tjáð sig um það að breyta þurfi leikjafyrirkomulagi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira