Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2019 11:00 Þjálfarar liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hafa flestir tjáð sig um það að breyta þurfi leikjafyrirkomulagi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira