Opnar sýninguna Mjúkberg í Ekkisens galleríi í kvöld. Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Sara mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira