Sætir sigrar Ingimar Einarsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingimar Einarsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun