Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 15:19 Tiltækar upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent