Sænskar landsliðskonur í fótbolta mæta samningslausar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 19:30 Sofia Jakobsson. Getty/Maddie Meyer Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira