Sænskar landsliðskonur í fótbolta mæta samningslausar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 19:30 Sofia Jakobsson. Getty/Maddie Meyer Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira