Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 12:08 Mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Vísir/AP Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld. Frakkland Írak Sýrland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.
Frakkland Írak Sýrland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira