Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 12:08 Mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Vísir/AP Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld. Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.
Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira