Íslenski boltinn

Valur með fullt hús og Elín Metta gerði þrennu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elín Metta
Elín Metta vísir/bára
Valskonur eru ennþá með fullt hús stiga í Pepsi Max deild kvenna eftir sigur á Selfyssingum á Origovellinum á Hlíðarenda.

Það voru gestirnir frá Selfossi sem komust yfir í leiknum þegar Barbára Sól Gísladóttir setti boltann í stöngina og inn á 34. mínútu. Elín Metta Jensen jafnaði hins vegar leikinn fyrir Val tveimur mínútum seinna.

Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnu. Elín Metta sótti spyrnuna, fór sjálf á punktinn og kom Val yfir af öryggi.

Elín Metta náði sér í þrennu á 81. mínútu þegar hún gekk frá leiknum fyrir Valskonur eftir mistök í vörn Selfyssinga. Á lokamínútunum skoraði Guðrún Karítas Sigurðardóttir fyrir Val og lauk leiknum með 4-1 sigri Vals.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×