Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 09:01 Spessi í jakkanum. Sem er einstakur og vandséð hvernig nokkur getur klæðst honum án þess að skera sig úr. Pétur Friðgeirsson/Gunnar Þórarinsson/Fjölnir Geir Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar. Lögreglumál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar.
Lögreglumál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira