Næturþing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar