Næturþing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun