Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 17:00 Þórir stofnaði nafnlausa aðganginn innan við mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar sem hann sendi á fimmtán ára stúlku. Vísir/GVA Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs. Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs.
Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00