Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk er Barcelona vann tuttugu marka sigur á Bada Huesca, 47-27, í síðustu umferð spænsku deildarinnar.
Sigurinn var eins og tölurnar gáfu til að kynna, aldrei spennandi, en Börsungar sem eru nú þegar orðnir meistarar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 21-14.
Börsungar unnu 29 leiki á leiktíðinni en Bidasoa endaði í öðru sætinu með 45 stig, fjórtán stigum á eftir Börsungum sem unnu 29 leiki og gerðu eitt jafntefli.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í kvöld og verður klár í slaginn um næstu helgi er Barcelona spilar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Þeir mæta Vardar næsta laugardag.
