Í dag er hlutfall endurunninna og sjálfbærra hráefna í heildina 57% svo fyrirtækinu gengur ágætlega að komast nær markmiði sínu. Fatamerkið Weekday er hins vegar einna lengst komið og hefur að auki margvísleg sjálfstæð samfélagsleg markmið.
„Fyrirtæki þurfa að hegða sér eins og góðar manneskjur og ávinna sér virðingu fólks og viðskiptavina sinna,“ segir Daniel Herrman, framkvæmdastjóri Weekday. „Sjálfbærni skiptir öllu máli en einnig að huga að samfélagslegri ábyrgð í víðara samhengi, að því höfum við unnið. Það sem er rétt fyrir viðskiptavininn er líka rétt fyrir okkur og jörðina,“ segir hann og segir Weekday munu ganga enn lengra í stefnu sinni strax á næsta ári.

„Það er engin ein framtíð ljós, því það eru margar leiðir til þess að tengjast fólki. Við kjósum að tengjast fólki í gegnum listir og sköpun. Það eru þó vissir hlutir í þróun samfélagsins sem munu hafa mikil áhrif, tæknibreytingar, sjálfbærni og umhverfið en líka siðferði og réttlæti,“ segir Daniel.
Uppfært klukkan 15: Samkvæmt athugasemd frá fjölmiðlafulltrúa H&M á Íslandi er hlutfall endurunninna og sjálfbærra hráefna hjá fyrirtækinu 57% eftir því er kemur fram í sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins.
