Valur og Gary Martin komast að samkomulagi um starfslok Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2019 17:36 Gary Martin í leiknum gegn ÍA. vísir/daníel Gary Martin mun yfirgefa herbúðir Vals eftir einungis hálft ár á Hlíðarenda en félagið hefur komist að samkomulagi við Gary um starfslok. Valsmenn tilkynntu þetta á vef sínum nú undir kvöld en þar stendur að báðir aðilar séu sáttir með málalok. „Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks,“ sagði Gary í tilkynningunni. „Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn,“ bætti hann við. Gary hefur verið í frystikistunni hjá Val eftir að hafa skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur meðal annars verið bannað að mæta á æfingar hjá félaginu. „Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Valur hefur byrjað tímabilið illa en liðið er einungis með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina en fleiri fréttir af málinu má lesa hér að neðan.Uppfært 18.21: Gary Martin vildi ekki tjá sig í samtali við Vísi er leitað var eftir enn frekari viðbrögðum hans við starfslokunum. Hann sagði að allt væri komið fram sem þyrfti að koma fram. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30 Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32 Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00 Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30 Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Gary Martin mun yfirgefa herbúðir Vals eftir einungis hálft ár á Hlíðarenda en félagið hefur komist að samkomulagi við Gary um starfslok. Valsmenn tilkynntu þetta á vef sínum nú undir kvöld en þar stendur að báðir aðilar séu sáttir með málalok. „Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks,“ sagði Gary í tilkynningunni. „Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn,“ bætti hann við. Gary hefur verið í frystikistunni hjá Val eftir að hafa skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur meðal annars verið bannað að mæta á æfingar hjá félaginu. „Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Valur hefur byrjað tímabilið illa en liðið er einungis með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina en fleiri fréttir af málinu má lesa hér að neðan.Uppfært 18.21: Gary Martin vildi ekki tjá sig í samtali við Vísi er leitað var eftir enn frekari viðbrögðum hans við starfslokunum. Hann sagði að allt væri komið fram sem þyrfti að koma fram.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30 Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32 Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00 Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30 Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30
Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32
Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00
Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30
Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28