Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 16:26 Greta Thunberg er 16 ára gömul. Hún hóf svonefnt loftslagsverkfall til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum fyrir utan sænska þingið. Verkföllin hafa síðan getið af sér hreyfingu ungs fólks víða um heim. Vísir/EPA Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43
Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03