Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 15:08 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira