Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 15:08 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira