Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 14:01 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér. Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér.
Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira