Íslendingar drógu mest úr klámglápinu yfir Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 10:19 Klámgláp landsmanna minnkaði um fjórðung meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir. vísir/anton brink Engin Evrópuþjóð dró jafn mikið úr klámáhorfi sínu á meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir en Íslendingar, ef marka má tölur klámsíðunnar Pornhub.Í úttekt Pornhub, sem netmælingarsíðan Alexa segir vinsælustu klámsíðu í heimi, má merkja greinilegar sveiflur í klámglápi laugardagskvöldið 18. maí á milli klukkan 19 og 22, meðan úrslitakeppnin fór fram. Úttektin er sundurliðuð eftir þátttökulöndum og má þar sjá að Íslendingar tróna á toppi listans yfir þær þjóðir sem drógu mest úr klámneyslu sinni. Alls dróst notkun Íslendinga á Pornhub um 23,7 prósent á meðan úrslitakvöldinu stóð. Eistar drógu jafnframt töluvert úr klámglápinu, en samdrátturinn í Eistlandi mældist 16,7 prósent á sama þriggja klukkustunda tímabili. Því næst koma Svíar, sem horfðu 12,2 prósent minna á klám á úrslitakvöldinu. Þá birtir Pornhub jafnframt ítarlegri greiningu á klámneyslu Hollendinga, sem stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovision. Þeir drógu að meðaltali úr klámáhorfi sínu um 3,5 prósent á meðan keppninni stóð en samdráttur þeirra fór mest í 8 prósent meðan úrslitin voru kunngjörð. Mesta sveiflan í klámglápi Hollendinganna kom þó eftir að keppninni lauk. Þá rauk hún upp og um klukkustund eftir að úrslitin lágu fyrir var klámneyslan um 15 prósent meiri en á hefðbundnum degi. „Svo virðist vera sem fólk hafi orðið mjög spennt vegna sigursins,“ segir í úttekt Pornhub, sem má nálgast í heild sinni hér. Íslendingar drógu mest úr klámglápinu meðan Eurovision stóð yfir.pornhub Eurovision Kynlíf Tengdar fréttir Klámáhorf Íslendinga hríðféll á meðan strákarnir spiluðu á HM Þetta kemur fram í áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu heims. 12. júlí 2018 16:15 Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Engin Evrópuþjóð dró jafn mikið úr klámáhorfi sínu á meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir en Íslendingar, ef marka má tölur klámsíðunnar Pornhub.Í úttekt Pornhub, sem netmælingarsíðan Alexa segir vinsælustu klámsíðu í heimi, má merkja greinilegar sveiflur í klámglápi laugardagskvöldið 18. maí á milli klukkan 19 og 22, meðan úrslitakeppnin fór fram. Úttektin er sundurliðuð eftir þátttökulöndum og má þar sjá að Íslendingar tróna á toppi listans yfir þær þjóðir sem drógu mest úr klámneyslu sinni. Alls dróst notkun Íslendinga á Pornhub um 23,7 prósent á meðan úrslitakvöldinu stóð. Eistar drógu jafnframt töluvert úr klámglápinu, en samdrátturinn í Eistlandi mældist 16,7 prósent á sama þriggja klukkustunda tímabili. Því næst koma Svíar, sem horfðu 12,2 prósent minna á klám á úrslitakvöldinu. Þá birtir Pornhub jafnframt ítarlegri greiningu á klámneyslu Hollendinga, sem stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovision. Þeir drógu að meðaltali úr klámáhorfi sínu um 3,5 prósent á meðan keppninni stóð en samdráttur þeirra fór mest í 8 prósent meðan úrslitin voru kunngjörð. Mesta sveiflan í klámglápi Hollendinganna kom þó eftir að keppninni lauk. Þá rauk hún upp og um klukkustund eftir að úrslitin lágu fyrir var klámneyslan um 15 prósent meiri en á hefðbundnum degi. „Svo virðist vera sem fólk hafi orðið mjög spennt vegna sigursins,“ segir í úttekt Pornhub, sem má nálgast í heild sinni hér. Íslendingar drógu mest úr klámglápinu meðan Eurovision stóð yfir.pornhub
Eurovision Kynlíf Tengdar fréttir Klámáhorf Íslendinga hríðféll á meðan strákarnir spiluðu á HM Þetta kemur fram í áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu heims. 12. júlí 2018 16:15 Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Klámáhorf Íslendinga hríðféll á meðan strákarnir spiluðu á HM Þetta kemur fram í áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu heims. 12. júlí 2018 16:15