Lingard og Rashford reyndu að endurgera frægasta mark Solskjær fyrir United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Alex Livesey Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira