Íslenskt stúlknalið keppir við bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 11:00 Blikastelpur mættar til Svíþjóðar. Mynd/Fésbókin/Lennart Johansson Academy Trophy Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll
Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira