Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Þórlindur Kjartansson skrifar 24. maí 2019 07:00 Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar