Meiri eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum en reiknað var með Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 20:30 Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28