Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 11:45 Donald Trump og Edward Gallagher. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að náða bandaríska hermenn sem hafa verið sakaðir um og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Umræddir hermenn hafa meðal annars verið sakaðir um morð, tilraunir til morða og fyrir að vanhelga lík. Þann 18. maí hafði New York Times eftir tveimur heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump hefði beðið um að skjalavinnslu vegna mögulegra náðana yrði flýtt. Forsetinn vildi hafa allt klárt fyrir svokallaðan „Memorial day“, þann 27. maí sem er frídagur í Bandaríkjunum til minningar um fallna hermenn. Einn af þeim hermönnum sem um ræðir er sérsveitarmaðurinn Edward Gallagher, sem tilheyrir hinum víðfrægu Selum sjóhers Bandaríkjanna (Navy Seals). Hann hefur verið ákærður fyrir að skjóta óvopnaða borgara í Írak og fyrir að myrða táning sem var í haldi hermanna. Hans eigin liðsfélagar stigu fram og sökuðu hann um stríðsglæpi. Þar að auki er talið að Trump sé að íhuga að náða málaliða hjá fyrirtækinu Blackwater sem var nýverið dæmdur í fangelsi vegna atviks árið 2007 þar sem tugir óvopnaðra Íraka voru skotnir til bana, annan hermann sem er sakaður um að hafa myrt óvopnaðan Afgana árið 2010 og hóp leyniskytta sem höfðu þvaglát á lík vígamanna Talibana. Sérfræðingar sem NYT ræddi við segja það ekki þekkjast í nútímasögunni að náða svo marga menn í einu sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Þá hafa sérfræðingar áhyggjur af því hvaða áhrif náðanirnar munu hafa á lögmæti herlaga og aga meðal hermanna, ef af þeim verður. Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Trump beitti náðunarvaldi sínu á umdeildan hátt. Sjá einnig: Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Í máli Gallagher sögðu félagar hans í sérsveit hans yfirvöldum frá því að hann hefði ítrekað skotið á almenna borgara. Hann hafi meðal annars skotið unga stúlku og gamlan mann með riffli en þau munu bæði hafa verið óvopnuð. Þeir segja hann einnig hafa myrt fanga með því að stinga hann ítrekað og í kjölfarið stærði hann sig af því í smáskilaboðum. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum og lögmenn hans segja að undirmenn hans hafi sakað hann um glæpi vegna þess að þeir hafi viljað losna við Gallagher sem yfirmann, því hann krafðist svo mikils af þeim. Til stóð að réttarhöld Gallagher hæfust í næstu viku en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur þeim verið frestað um óákveðinn tíma. Þá segir fréttaveitan að einn af lögmönnum Gallagher sé einnig lögmaður Donald Trump. Margir bandamenn Trump meðal þingmanna Repúblikanaflokksins og starfsmenn íhaldssamra fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ýtt á Trump að náða umrædda menn. Stuðningsmenn Gallagher segja hann saklaus stríðshetju sem hafi einungis verið að vinna vinnuna sína og það sé ósanngjarnt að ákæra hann fyrir það. Eiginkona Gallagher hefur til dæmis verið reglulegur gestur Fox News. Þá skrifuðu 40 þingmenn Repúblikanaflokksins undir bréf sem sent var til sjóhersins þar sem þess var krafist að Gallagher yrði sleppt úr haldi þar til réttað væri yfir honum. Skömmu eftir að bréfið var opinberað sagði Trump í tísti að Gallagher yrði færður úr fangaklefa í opnari fangavist. Í tístinu vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Fox and Friends, sem er sýndur á Fox News. In honor of his past service to our Country, Navy Seal #EddieGallagher will soon be moved to less restrictive confinement while he awaits his day in court. Process should move quickly! @foxandfriends@RepRalphNorman — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 30, 2019 Undirmenn Gallagher segja það þó ekki rétt að Gallagher hafi einungis verið að vinna vinnu sína. Þeir lögðu mikið á sig til að koma ásökunum gegn honum á framfæri þrátt fyrir að þeim hafi verið hótað því að það gæti haft neikvæð áhrif á starfsferli þeirra innan hersins. Alls stigu sjö sérsveitarmenn fram og eftir að þeir höfðu verið hunsaðir ítrekað kölluðu þeir næsta yfirmann Gallagher á sinn fund og ítrekuðu ásakanirnar við hann í mars 2018 og kröfðust opinberrar rannsóknar, samkvæmt gögnum málsins gegn Gallagher, sem blaðamaður New York Times kom höndum yfir. Þau innihalda vitnisburði og textaskilaboð hermanna. Skilaboð Gallagher eru þar á meðal. Yfirmaðurinn sem um ræðir og aðstoðarmaður hans, voru þó báðir vinir Gallagher til langs tíma, og vöruðu þeir hermennina sjö við því að ásakanirnar gætu komið niður á starfsferli þeirra og þeim gæti í raun verið vikið úr sérsveitinni, því herinn myndi ekki taka þessum ásökunum fagnandi. Aðstoðarmaðurinn sagði að ásakanirnar gætu valdi herdeildinni skaða og gætu komið niður á öðrum hermönnum. Enginn rannsókn var opnuð og skömmu seinna fékk Gallagher orðu fyrir störf sín í Írak. Á sama tíma og undirmenn hans voru að saka hann um stríðsglæpi, með litlum sem engum árangri, voru yfirmenn Gallagher að ausa hann lofi. Gallagher sjálfur komst að því að undirmenn hans hefðu farið á fund yfirmanns hans og byrjaði hann þá að reyna að grafa undan þeim meðal annarra manna herdeildarinnar. Í skilaboðunum sakaði hann þá um að vera svikara og sagði öðrum hermönnum að dreifa því að þeir væru ekki „bræður“ þeirra. Á endanum hótuðu hermennirnir að fara út fyrir þeirra herdeild og beint til yfirmanna sjóhersins og þá fyrst hófst rannsóknin. Nokkrum mánuðum síðar, í september, var Gallagher handtekinn. Þar að auki hefur næsti yfirmaður hans verið ákærður fyrir að tilkynna ekki mögulega glæpi og fyrir að eyða sönnunargögnum. Hér má hlusta á blaðamann New York Times ræða málið gegn Gallagher ítarlega. Selir sem ræddu við rannsakendur sögðu frá því að Gallagher hefði ekki sýnt mikinn áhuga á öryggi hermanna undir stjórn sinni né öryggi almennra borgara. Þeir tóku meðal annars þátt í orrustunni um Mosul í Írak og var hlutverk þeirra að veita heimamönnum ráðgjöf og stuðning. Hermenn sögðu Gallagher þó ítrekað hafa tekið óþarfa áhættu og hafa reynt að komast í átök. Þá var hann einnig sagður hafa reglulega skotið úr vélbyssu á íbúðarhverfi og hafa sömuleiðis skotið eldflaugum á íbúðarhverfi, án þess að virðast vera að skjóta á eitthvert sérstakt skotmark. Gallagher er einnig sagður hafa verið miklum tíma í að liggja í leyni og skjóta á fólk úr riffli. Hann mun hafa skotið þrisvar til fjórum sinnum fleiri skotum en aðrar leyniskyttur og mun hafa stært sig af fjölda fólks sem hann skaut til bana. Aðrar leyniskyttur sögðust hafa séð Gallagher skjóta óvopnaða stúlku sem var á gangi með vinkonum sínum og sömuleiðis segjast leyniskyttur hafa séð hann skjóta óvopnaða eldri mann í bakið. Hann var ákærður fyrir þessi tvö morð og eitt til viðbótar. Miðillinn Navy Times segir að einn hermaður hafi sagt Gallagher hafa montað sig af því að hafa skotið tíu til tuttugu manns til bana á dag. Þá er hann sagður hafa skotið inn um íbúðaglugga af handahófi. Einn maður segir Gallagher hafa skotið nokkrum skotum inn í hóp óvopnaðra manna. Sakaður um að stinga særðan táning í hálsinn Þann fjórða maí var táningur, sem talinn var vera fimmtán ára, handsamaður og færður til hermannanna. Gallagher heyrði af því og sögðu hermenn að hann hefði tilkynnt í talstöð sinni að ISIS-liðinn ungi væri hans. Tveir Selir sögðu herlækni hafa verið að huga að sárum táningsins þegar Gallagher gekk inn í herbergið og stakk hann ítrekað í hálsinn og einu sinni í bringuna með sérstökum hnífi sem hann lét smíða fyrir sig. Skömmu seinna kallaði Gallagher og yfirmaður hans (sami maður og undirmenn Gallagher reyndu að fá til að opna rannsókn) hermenn inn í herbergið þar sem haldin var sérstök athöfn, sem er hefð að gera meðal Sela. Að þessu sinni var athöfnin þó framkvæmd yfir líki táningsins og voru myndir teknar af hermönnunum standandi yfir líkinu. Um viku seinna sendi Gallagher mynd af athöfninni til vinar síns og sagði: „Það er góð saga á bakvið þessa, náði honum með veiðihnífnum mínum.“ Hermennirnir reyndu að tilkynna dauða táningsins og vonuðust til þess að Gallagher yrði refsað þegar þeir sneru aftur heim til Bandaríkjanna. Það gerðist þó ekki, eins og áður hefur komið fram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gallagher hefur verið sakaður um að brjóta af sér. Árið 2010 var opnuð rannsókn eftir að hermenn sem þjónuðu með honum í Afganistan til yfirvalda hersins. Þeir sögðu hann hafa skotið unga stúlku og mann sem hélt á henni til bana í einu skoti. Atvikið mun hafa verið rannsakað og var komist að þeirri niðurstöðu að Gallagher hefði ekkert gert af sér. Afganistan Bandaríkin Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að náða bandaríska hermenn sem hafa verið sakaðir um og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Umræddir hermenn hafa meðal annars verið sakaðir um morð, tilraunir til morða og fyrir að vanhelga lík. Þann 18. maí hafði New York Times eftir tveimur heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump hefði beðið um að skjalavinnslu vegna mögulegra náðana yrði flýtt. Forsetinn vildi hafa allt klárt fyrir svokallaðan „Memorial day“, þann 27. maí sem er frídagur í Bandaríkjunum til minningar um fallna hermenn. Einn af þeim hermönnum sem um ræðir er sérsveitarmaðurinn Edward Gallagher, sem tilheyrir hinum víðfrægu Selum sjóhers Bandaríkjanna (Navy Seals). Hann hefur verið ákærður fyrir að skjóta óvopnaða borgara í Írak og fyrir að myrða táning sem var í haldi hermanna. Hans eigin liðsfélagar stigu fram og sökuðu hann um stríðsglæpi. Þar að auki er talið að Trump sé að íhuga að náða málaliða hjá fyrirtækinu Blackwater sem var nýverið dæmdur í fangelsi vegna atviks árið 2007 þar sem tugir óvopnaðra Íraka voru skotnir til bana, annan hermann sem er sakaður um að hafa myrt óvopnaðan Afgana árið 2010 og hóp leyniskytta sem höfðu þvaglát á lík vígamanna Talibana. Sérfræðingar sem NYT ræddi við segja það ekki þekkjast í nútímasögunni að náða svo marga menn í einu sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Þá hafa sérfræðingar áhyggjur af því hvaða áhrif náðanirnar munu hafa á lögmæti herlaga og aga meðal hermanna, ef af þeim verður. Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Trump beitti náðunarvaldi sínu á umdeildan hátt. Sjá einnig: Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Í máli Gallagher sögðu félagar hans í sérsveit hans yfirvöldum frá því að hann hefði ítrekað skotið á almenna borgara. Hann hafi meðal annars skotið unga stúlku og gamlan mann með riffli en þau munu bæði hafa verið óvopnuð. Þeir segja hann einnig hafa myrt fanga með því að stinga hann ítrekað og í kjölfarið stærði hann sig af því í smáskilaboðum. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum og lögmenn hans segja að undirmenn hans hafi sakað hann um glæpi vegna þess að þeir hafi viljað losna við Gallagher sem yfirmann, því hann krafðist svo mikils af þeim. Til stóð að réttarhöld Gallagher hæfust í næstu viku en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur þeim verið frestað um óákveðinn tíma. Þá segir fréttaveitan að einn af lögmönnum Gallagher sé einnig lögmaður Donald Trump. Margir bandamenn Trump meðal þingmanna Repúblikanaflokksins og starfsmenn íhaldssamra fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ýtt á Trump að náða umrædda menn. Stuðningsmenn Gallagher segja hann saklaus stríðshetju sem hafi einungis verið að vinna vinnuna sína og það sé ósanngjarnt að ákæra hann fyrir það. Eiginkona Gallagher hefur til dæmis verið reglulegur gestur Fox News. Þá skrifuðu 40 þingmenn Repúblikanaflokksins undir bréf sem sent var til sjóhersins þar sem þess var krafist að Gallagher yrði sleppt úr haldi þar til réttað væri yfir honum. Skömmu eftir að bréfið var opinberað sagði Trump í tísti að Gallagher yrði færður úr fangaklefa í opnari fangavist. Í tístinu vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Fox and Friends, sem er sýndur á Fox News. In honor of his past service to our Country, Navy Seal #EddieGallagher will soon be moved to less restrictive confinement while he awaits his day in court. Process should move quickly! @foxandfriends@RepRalphNorman — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 30, 2019 Undirmenn Gallagher segja það þó ekki rétt að Gallagher hafi einungis verið að vinna vinnu sína. Þeir lögðu mikið á sig til að koma ásökunum gegn honum á framfæri þrátt fyrir að þeim hafi verið hótað því að það gæti haft neikvæð áhrif á starfsferli þeirra innan hersins. Alls stigu sjö sérsveitarmenn fram og eftir að þeir höfðu verið hunsaðir ítrekað kölluðu þeir næsta yfirmann Gallagher á sinn fund og ítrekuðu ásakanirnar við hann í mars 2018 og kröfðust opinberrar rannsóknar, samkvæmt gögnum málsins gegn Gallagher, sem blaðamaður New York Times kom höndum yfir. Þau innihalda vitnisburði og textaskilaboð hermanna. Skilaboð Gallagher eru þar á meðal. Yfirmaðurinn sem um ræðir og aðstoðarmaður hans, voru þó báðir vinir Gallagher til langs tíma, og vöruðu þeir hermennina sjö við því að ásakanirnar gætu komið niður á starfsferli þeirra og þeim gæti í raun verið vikið úr sérsveitinni, því herinn myndi ekki taka þessum ásökunum fagnandi. Aðstoðarmaðurinn sagði að ásakanirnar gætu valdi herdeildinni skaða og gætu komið niður á öðrum hermönnum. Enginn rannsókn var opnuð og skömmu seinna fékk Gallagher orðu fyrir störf sín í Írak. Á sama tíma og undirmenn hans voru að saka hann um stríðsglæpi, með litlum sem engum árangri, voru yfirmenn Gallagher að ausa hann lofi. Gallagher sjálfur komst að því að undirmenn hans hefðu farið á fund yfirmanns hans og byrjaði hann þá að reyna að grafa undan þeim meðal annarra manna herdeildarinnar. Í skilaboðunum sakaði hann þá um að vera svikara og sagði öðrum hermönnum að dreifa því að þeir væru ekki „bræður“ þeirra. Á endanum hótuðu hermennirnir að fara út fyrir þeirra herdeild og beint til yfirmanna sjóhersins og þá fyrst hófst rannsóknin. Nokkrum mánuðum síðar, í september, var Gallagher handtekinn. Þar að auki hefur næsti yfirmaður hans verið ákærður fyrir að tilkynna ekki mögulega glæpi og fyrir að eyða sönnunargögnum. Hér má hlusta á blaðamann New York Times ræða málið gegn Gallagher ítarlega. Selir sem ræddu við rannsakendur sögðu frá því að Gallagher hefði ekki sýnt mikinn áhuga á öryggi hermanna undir stjórn sinni né öryggi almennra borgara. Þeir tóku meðal annars þátt í orrustunni um Mosul í Írak og var hlutverk þeirra að veita heimamönnum ráðgjöf og stuðning. Hermenn sögðu Gallagher þó ítrekað hafa tekið óþarfa áhættu og hafa reynt að komast í átök. Þá var hann einnig sagður hafa reglulega skotið úr vélbyssu á íbúðarhverfi og hafa sömuleiðis skotið eldflaugum á íbúðarhverfi, án þess að virðast vera að skjóta á eitthvert sérstakt skotmark. Gallagher er einnig sagður hafa verið miklum tíma í að liggja í leyni og skjóta á fólk úr riffli. Hann mun hafa skotið þrisvar til fjórum sinnum fleiri skotum en aðrar leyniskyttur og mun hafa stært sig af fjölda fólks sem hann skaut til bana. Aðrar leyniskyttur sögðust hafa séð Gallagher skjóta óvopnaða stúlku sem var á gangi með vinkonum sínum og sömuleiðis segjast leyniskyttur hafa séð hann skjóta óvopnaða eldri mann í bakið. Hann var ákærður fyrir þessi tvö morð og eitt til viðbótar. Miðillinn Navy Times segir að einn hermaður hafi sagt Gallagher hafa montað sig af því að hafa skotið tíu til tuttugu manns til bana á dag. Þá er hann sagður hafa skotið inn um íbúðaglugga af handahófi. Einn maður segir Gallagher hafa skotið nokkrum skotum inn í hóp óvopnaðra manna. Sakaður um að stinga særðan táning í hálsinn Þann fjórða maí var táningur, sem talinn var vera fimmtán ára, handsamaður og færður til hermannanna. Gallagher heyrði af því og sögðu hermenn að hann hefði tilkynnt í talstöð sinni að ISIS-liðinn ungi væri hans. Tveir Selir sögðu herlækni hafa verið að huga að sárum táningsins þegar Gallagher gekk inn í herbergið og stakk hann ítrekað í hálsinn og einu sinni í bringuna með sérstökum hnífi sem hann lét smíða fyrir sig. Skömmu seinna kallaði Gallagher og yfirmaður hans (sami maður og undirmenn Gallagher reyndu að fá til að opna rannsókn) hermenn inn í herbergið þar sem haldin var sérstök athöfn, sem er hefð að gera meðal Sela. Að þessu sinni var athöfnin þó framkvæmd yfir líki táningsins og voru myndir teknar af hermönnunum standandi yfir líkinu. Um viku seinna sendi Gallagher mynd af athöfninni til vinar síns og sagði: „Það er góð saga á bakvið þessa, náði honum með veiðihnífnum mínum.“ Hermennirnir reyndu að tilkynna dauða táningsins og vonuðust til þess að Gallagher yrði refsað þegar þeir sneru aftur heim til Bandaríkjanna. Það gerðist þó ekki, eins og áður hefur komið fram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gallagher hefur verið sakaður um að brjóta af sér. Árið 2010 var opnuð rannsókn eftir að hermenn sem þjónuðu með honum í Afganistan til yfirvalda hersins. Þeir sögðu hann hafa skotið unga stúlku og mann sem hélt á henni til bana í einu skoti. Atvikið mun hafa verið rannsakað og var komist að þeirri niðurstöðu að Gallagher hefði ekkert gert af sér.
Afganistan Bandaríkin Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira