Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 12:15 Conrad Black þegar hann mætti fyrir dómara árið 2011. AP/Charles Rex Arbogast Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira