Byrði vegna alvarlegra mannskæðra sjúkdóma tvöfaldast fyrir árið 2060 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2019 07:15 Rannsóknarhöfundar spá því að byrði heilbrigðiskerfa vegna líknandi meðferða muni tvöfaldast fyrir árið 2060. Nordicphotos/Getty Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira