IV. orkupakkinn samþykktur Ari Brynjólfsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð í átt að hreinni orkugjöfum. Fréttablaðið/stefán „Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
„Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira