Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 12:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna. Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira