Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 10:49 Joe Biden og Kim Jong Un. Vísir/AP Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira