Nýr framherji Chelsea setur markið hátt og dreymir um að gera eins og Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 13:00 Christian Pulisic. Mynd/@ChelseaFC Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira