Van Persie: Ole Gunnar Solskjær er rétti maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær með leikmönnum sínum eftir tapið á móti Cardiff í lokaumferðinni. Getty/James Baylis Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie. Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie.
Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira