Samkaup buðust til þess að hafa opið á næturnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Samkaup reka verslanir Nettó. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33