Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00