Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 18:33 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56