Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2019 13:25 Hart er sótt að Ara en Bryhildur segir að ákvörðun um að sækja um sé alfarið á hennar forsendum. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“ Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00