Persónuvernd barna – innan heimilis og utan Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:16 Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun