Vatnsflaska óvart í lokaþætti Game of Thrones Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:15 Glöggir aðdáendur Game of Thrones komu auga á vatnsflösku í lokaþættinum. Vísir/ap Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07
Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00