Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:30 Ada Hegerberg kyssir Meistaradeildarbikarinn í Búdapest um helgina. Getty/Matthew Ashton Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira