Engin 20 stig í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:01 Það gæti rofað til á höfuðborgarsvæðinu í dag, en engu að síður má búast við rigningu með köflum. vísir/vilhelm Hlýindin sem heilsuðu upp á landsmenn í síðustu viku munu ekki láta sjá sig næstu daga að sögn Veðurstofunnar. „Það er skemmst frá því að segja að í vikunni sem nú er að hefjast en engin von um að 20 stig mælist á landinu,“ segir veðurfræðingur sem boðar umskipti á hitastiginu, sérstaklega um landið norðaustanvert sem verður kaldasti landshlutinn þessa vikuna. Þar fór hitinn einmitt í 20 gráður þegar best lét í síðustu viku. Búast má við því að norðaustanáttin komi svöl af hafi og að rigningarsuddi kunni að fylgja með. Það rofi þó sums staðar til á Vesturlandi að deginum, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti frá 4 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig á Vesturlandi. „Þegar norðaustanátt hefur verið nefnd í spánni eru eflaust margir íbúar sunnan heiða sem vonast eftir sólskini. Lægðardrag er hins vegar viðloðandi suðurhluta landsins og útlit fyrir að það verði meira og minna skýjað um allt land bæði í dag og á morgun og einhver væta í flestum landshlutum. Hitinn verður frá 4-5 stigum á norðausturhorninu, upp í 13-14 stig á Vesturlandi, en þar er helst von að örlítil göt myndist í skýjahlemminn sem liggur yfir landinu,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Norðaustan og austan 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld. Skýjað með köflum á Vesturlandi og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 5 stigum með norðausturströndinni upp í 14 stig á Vesturlandi.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað á landinu og sums staðar svolítil væta. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.Á laugardag og sunnudag:Norðaustan 5-13 m/s. Víða dálítil rigning, jafnvel slydda í innsveitum norðan- og austanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 10 stig á Vesturlandi. Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hlýindin sem heilsuðu upp á landsmenn í síðustu viku munu ekki láta sjá sig næstu daga að sögn Veðurstofunnar. „Það er skemmst frá því að segja að í vikunni sem nú er að hefjast en engin von um að 20 stig mælist á landinu,“ segir veðurfræðingur sem boðar umskipti á hitastiginu, sérstaklega um landið norðaustanvert sem verður kaldasti landshlutinn þessa vikuna. Þar fór hitinn einmitt í 20 gráður þegar best lét í síðustu viku. Búast má við því að norðaustanáttin komi svöl af hafi og að rigningarsuddi kunni að fylgja með. Það rofi þó sums staðar til á Vesturlandi að deginum, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti frá 4 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig á Vesturlandi. „Þegar norðaustanátt hefur verið nefnd í spánni eru eflaust margir íbúar sunnan heiða sem vonast eftir sólskini. Lægðardrag er hins vegar viðloðandi suðurhluta landsins og útlit fyrir að það verði meira og minna skýjað um allt land bæði í dag og á morgun og einhver væta í flestum landshlutum. Hitinn verður frá 4-5 stigum á norðausturhorninu, upp í 13-14 stig á Vesturlandi, en þar er helst von að örlítil göt myndist í skýjahlemminn sem liggur yfir landinu,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Norðaustan og austan 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld. Skýjað með köflum á Vesturlandi og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 5 stigum með norðausturströndinni upp í 14 stig á Vesturlandi.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað á landinu og sums staðar svolítil væta. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.Á laugardag og sunnudag:Norðaustan 5-13 m/s. Víða dálítil rigning, jafnvel slydda í innsveitum norðan- og austanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 10 stig á Vesturlandi.
Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira