Að vera elskaður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2019 07:00 „Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður?
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar