Lífið

Orðabókin játaði sig sigraða í árlegu stafsetningarkeppninni

Andri Eysteinsson skrifar
Sigurvegararnir átta voru himinlifandi með árangurinn.
Sigurvegararnir átta voru himinlifandi með árangurinn. Getty/Alex Wong
92. árlega stafsetningarkeppni Scripps í Bandaríkjunum lauk með sögulegum hætti í National Harbor í Maryland í gær.

Eftir 20 umferðir af magnaðri stafsetningu játuðu skipuleggjendur keppninnar sig sigraða og lýstu átta ungmenni sigurvegara keppninnar í ár. CNN greinir frá.

Aldrei áður höfðu fleiri en tveir staðið uppi sem sigurvegarar en ekki var hægt að skilja á milli Rishik Gandhasri frá Kalíforníu, Erin Howard frá Alabama, Saketh Sundar frá Maryland, Shruthika Padhy og Christopher Serrano frá New Jersey, og þeim Sohum SukhatankarAbhijay Kodali og Rohan Raja frá Texas.

Eftir sautján strembnar umferðir lýstu skipuleggjendur því yfir að ekki væru til nógu mörg krefjandi orð í orðabókinni til þess að framlengja keppnina um meira en þrjár umferðir. Á þeim tímapunkti voru átta þátttakendur eftir í keppninni og öll þeirra stóðu við sitt og sigruðu keppnina.

Hver einn og einasti áttmenninganna hlýtur að launum 50.000 dali (6,2 milljónir króna) í verðlaun.

Orðin sem meistararnir þurftu að stafa til þess að tryggja sér sigurinn í 20. umferð keppninnar voru:

auslaut



erysipelas



bougainvillea



aiguillette



pendeloque



palama



cernuous



odylic






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.