Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:11 Brexit heldur áfram að kljúfa bresku þjóðina. Vísir/EPA Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15