„Dómarinn kallaði okkar leikmenn aumingja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2019 19:00 Jóhann Kristinn var ekki sáttur með dómara leiksins, Sigurð Hjört Þrastarson. mynd/stöð 2 sport Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15