Óli Kristjáns: Allt í lagi að benda á hluti án þess að fólk tali um væl Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. maí 2019 18:48 Ólafur Kristjánsson vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31
Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00