Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna liðskiptaaðgerða erlendis sjöfaldaðist á þremur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 20:15 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands telur að boðaðar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda muni draga úr þörf á liðskiptaaðgerðum erlendis. Mynd/Stjórnarráðið Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María. Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María.
Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira